riðum, riðum ...
Á Sprengisandi
Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,
rennur sól á bak við Arnarfell.
Hér á reiki' er margur óhreinn andinn
úr því fer að skyggja á jökulsvell.
Drottinn leiði drösulinn minn,
drjúgur verður síðasti áfanginn.
Þei þei, þei þei. Þaut í holti tófa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða líka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm.
Útilegumenn í Ódáðahraun
eru kannski' að smala fé á laun.
Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,
rökkrið er að síga' á Herðubreið.
Álfadrotting er að beisla gandinn,
ekki' er gott að verða' á hennar leið.
Vænsta klárinn vildi' ég gefa til
að vera kominn ofan í Kiðagil
Uli Pfahler 23/07/2009 8:15
...hab ich auch schon gesungen... ;-)Ist 'ne schöne Melodie, die ins Ohr geht :-)
Und die Begegnung mit einer Horde Reiter ist sowieso immer etwas besonderes (speziell wenn man stundenlang alleine unterwegs wandert, und die plötzlich um's Eck kommen)
Viele Grüße, Uli
Raymond Hoffmann 22/07/2009 22:27
... liebe Grüsse Dieter!!! bless Ray ;-)